Flux Junior flúormunnskol fyrir börn

Eiginleikar:

 • Fyrirbyggjandi gegn tannskemmdum
 • Styrkir glerung
 • Án alkóhóls og parabena

Vörunúmer:

50435758

 

Flux Junior

Sérstaklega bragðgott flúormunnskol fyrir börn 6-12 ára. Inniheldur 0,05% NaF

 

0,05% NaF (Natríumflúoríð)

Ávaxta- og mintubragð

500 ml flaska með skammtastút

 

Að skola daglega með flúorlausn er áhrifarík leið til að verjast tannskemmdum og góð viðbót við tannburstun með flúortannkremi. Samkvæmt ráðleggingum íslenskra tannlækna er mælt með viðbótarflúor fyrir börn í áhættuhópum við auknum tannskemmdum.

 

Börn í áhættuhóp eru:

 • Börn sem taka inn lyf daglega vegna veikinda eða fötlunar
 • Börn með tannskemmdir sem erfitt er að ráða við og/eða mikið fylltar tennur
 • Börn sem eru að fá nýjar fullorðinstennur eða eru í tannréttingum
 • Börn sem fá oft að borða milli mála
 • Börn sem drekka mikið af gos- og svaladrykkjum
 • Börn með illa hirtar tennur
 • Börn sem fara sjaldan til tannlæknis
 •  

  Skammtastærð ef tannlæknir hefur ekki ráðlagt annað: 10 ml til daglegrar notkunar fyrir börn 6-12 ára.

  Notkun: Þegar flaskan er kreist fæst 10 ml skammtur. Skolið munninn með 10 ml af Flux Junior munnskoli í að minnsta kosti eina mínútu eftir að hafa burstað tennurnar vandlega og spýtið svo. Til að ná sem bestum árangri ætti ekki að borða né drekka í klukkutíma eftir notkun.

   

  Flux fjölskyldan fæst í næsta apóteki.

  New Flux
  Flux Fresh

  Flux Fresh

  Nú hefur nýr meðlimur bæst við Flux fjölskylduna. Flux Fresh er bragðgott flúormunnskol sem er sérstaklega þróað til þess að vinna gegn andremmu.   

  Nánar

  Floss

  Tannþráðurinn

  Ekki er nóg að bursta tennurnar og skola reglulega, það þarf líka að nota tannþráð. Lestu nánar um notkun tannþráðs með því að smella á hlekkinn hér að neðan.