Munnþurrkur

Munnþurrkur stafar af því að munnvatnskirtlarnir
framleiða of lítið munnvatn. Allir geta fundið fyrir þessu
vandamáli en algengast er vandamálið hjá konum eldri
en 55 ára.

Ástæður munnþurrks geta verið breytingaskeiðið,
streita, sjúkdómar og lyfja- eða krabbameinsmeðferðir.


Aukaverkanir frá lyfjum er algengasta orsökin
fyrir munnþurrki. Fjöldi ólíkra lyfja sem tekin eru inn
hefur líka áhrif á hvernig upplifunin af munnþurrki verður.
Ef þú tekur inn meira en fjórar ólíkar tegundir af lyfjum
eykur það marktækt líkurnar á að fá munnþurrk*.

Hvers vegna er munnþurrkur vandamál?
Minnkuð munnvatnsframleiðsla eykur bakteríuvöxt og þar með líkurnar á tannskemmdum. Munnþurrkur getur leitt til vandamála við að tala, borða og kyngja og veldur slæmum andardrætti.
Minni munnvatnsframleiðsla getur einnig valdið því að erfitt er að finna bragð.


Hvað getur maður gert til að slá á einkennin?
Flux er með vörur sem hjálpa þegar þú finnur fyrir munnþurrki.
Vörurnar samanstanda af munnskoli, geli og munnsogstöflum og er hægt að nota þær samhliða allan sólarhringinn. Vörurnar voru unnar í samvinnu við sænska tannverndarfélagið.

*Mundtørhed kan indetificeres og afbødes ved Inger Wård, Incitamenter 5/2009
New Flux
Flux Fresh

Flux Fresh

Nú hefur nýr meðlimur bæst við Flux fjölskylduna. Flux Fresh er bragðgott flúormunnskol sem er sérstaklega þróað til þess að vinna gegn andremmu.   

Nánar

Floss

Tannþráðurinn

Ekki er nóg að bursta tennurnar og skola reglulega, það þarf líka að nota tannþráð. Lestu nánar um notkun tannþráðs með því að smella á hlekkinn hér að neðan.